Þann 10. ágúst s.l. bauð Ferðafélag Akureyrar upp á göngu við Siglufjörð. Gengið var upp Hestfjall, Nesdal og Kálfaskarð. Hópurinn lagði af stað frá Akueyri en lagði upp frá Siglufirði og gengið var umhverfis Nesdal milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Vegalengdin var 23 km og tók 11 tíma að ganga.

Gönguáætlunin var á þessa leið:   Gönguferð umhverfis Nesdal milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Gengið frá munna Héðinsfjarðargangnanna og upp í Hestskarð og þaðan norður og upp á Hestskarðshnjúk (Syðri Staðarhólshnjúk). Síðan gengið austur af Hestskarðshnjúk og eftir fjallsbrúnum allt norður á ystu nöf Hestfjalls.  Af Hestfjalli  er farið niður og yfir Nesdal ,  upp á Nesnúp, (Siglunesmúla) og  þaðan suður  eftir fjallinu og niður í Kálfsskarð , Kálfsdal og Staðarhólsströnd aftur að bílum.

Fleiri myndir hér.

Frímann Guðmundsson tók myndir.

Siglufjörður Hestfjall Hestskarð Við Héðinsfjarðargöng

Heimild og myndir: www.ffa.is