Síðustu daga hefur vinnuflokkur verið að fella niður há og gömul grenitré við Hvanneyrarbraut 40 á Siglufirði. Það svíður mörgum þegar svona gömul tré eru söguð niður, enda breytist umhverfið mikið. Oftar en ekki þá eru tré felld þar sem þau eru farin að skyggja á sólina og hamla birtu inn í hús eða á sólpalla. Í Reykjavík þá þarf sérstakt leyfi til að fella tré sem eru eldri en 60 ára eða hærri en 8 metrar. Í Fjallabyggð er hægt að sækja um leyfi til að fella tré hjá Skipulags- og umhverfisnefnd.