Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara í Fjallabyggð hefst samkvæmt vikuplani  mánudaginn 5. september og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur. Það sem er í boði er meðal annars krulla, boccia, ganga, handavinna, leikfimi, stólajóga, vatnsleikfimi,lestur,bingó, félagsvist, myndasýning, rækt, bæjarferð, spil, bridge og önnur samvera.

Dagskrá í Skálarhlíð á Siglufirði:

Dagskrá í Húsi eldri borgara í Ólafsfirði:

Nánari upplýsingar veitir Helga Hermannsdóttir, Skálarhlíð, í síma 467-1147 og 898-1147 og Gerður, Húsi eldri borgara, sími 864-4887.