Stofnfundur Kirkjuvina var haldinn í gær, 24. janúar, á Kaffi Rauðku Siglufirði. Mæting var góð, 19 manns voru skráð sem stofnfélagar og 7 manns í stjórn. Félagið heitir “Vinir Siglufjarðarkirkju” og kallast Kirkjuvinir í daglegu tali. Formaður er Gunnar Smári Helgason.
Hægt verður að skrá fólk sem stofnfélaga út komandi viku og er undirskrift er óþörf. Með því að senda nafn og kennitölu á netfangið kirkjuvinir@gmail.com getur fólk óskað eftir að gerast stofnfélagar og fengið skráningu.
Félagsgjald var ákveðið 2.000 kr. á ári og verður innheimt gegnum heimabanka.