Félag um Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði hefur áhuga á því að taka þátt í umræðum með Sveitarfélaginu Fjallabyggð um hvaða hugmyndafræði á að miða við í uppbyggingu miðbæjarins á Siglufirði. Mikilvægt sé að skilgreina tæknileg og fagurfræðileg viðmið sem hönnuðir og byggingaraðilar þurfi að fara eftir af virðingu fyrir núverandi húsum og götum.
Tæknideild Fjallabyggðar mun halda fund með stjórn Félags um Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar til að fara yfir þessi mál.