Félag Húsbílaeigenda fara árlega í eina stóra ferð um landið, en þeir eru nú staddir á Siglufirði og stoppa í Fjallabyggð næstu daga. Þeir komu frá Sauðárkróki og halda til Ólafsfjarðar á föstudaginn. Um 80-90 húsbílar er í Fjallabyggð og eru tjaldstæðin hér vel nýtt og gaman að sjá fjölbreytt úrval húsbíla.

Dagskráin hjá þeim er þétt, þeir ætla að kíkja á Síldarminjasafnið, fá göngum bæinn með Ómari Haukss, setjast inn hjá Rauðku og fá Stúlla til að spila. Á laugardeginum er lokahóf  þeirra og verður Friðfinnur Hauks veislustjóri (Finni).

Kíkið á tjaldsvæðið á Siglufirði og sjáið alla húsbílana !

9309497964_f7d01a8571_c 9309495168_23304cac2b_c
Ljósmyndir: Steingrímur Kristinsson, www.sk21.is