Fasteignamat í Fjallabyggð hækkar að meðaltali um 12,1% í ár og skýrist hækkunin af þeim kaupsamningum sem gerðir voru á viðkomandi matssvæði sem leiðir til hærri krónutölu fasteignaskatta.
Þá hækkar sorphirðugjald í Fjallabyggð úr 51.600 í 73.100 vegna gildistöku nýrra laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjald sem tóku gildi 1. janúar 2023.