Í gær var farandsýning Síldarminjasafnsins FISKIMJÖLS- OG LÝSISIÐNAÐUR Í 100 ÁR opnuð á vorráðstefnu Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda (FÍF) á Grand Hótel í Reykjavík. Næstu áningarstaðir sýningarinnar verða á Norðfirði og Eskifirði í vor. Í upphafi ráðstefnunnar flutti Anita Elefsen rekstrarstjóri Síldarminjasafnsins erindi.

Sýningin samanstendur af textum og myndefni á fimmtán skiltum þar sem hinum margvíslegu þáttum sem snerta bræðslusöguna eru gerð skil. Verkefnið hefur orðið Síldarminjasafninu til góðs. Gert er ráð fyrir að sýningin muni héðan í frá hafa fast aðsetur í Gránu, verksmiðjuhúsinu. Þetta kemur fram á www.sild.is, alla fréttina má lesa hér.

20130404_125531_-_Copy

Heimild og mynd: www.sild.is, Örlygur Kristfinnsson.