Það fer ekki mikið fyrir Skógrækt Siglufjarðar í Fjallabyggð, en það er svo sannarlega falinn fjársjóður. Skógurinn blasir við þegar að keyrt  er í átt að Héðinsfjarðargöngum og í áttina að skíðasvæðinu í Skarðsdal. Á hverju sumri er unnið við að betrumbæta aðstöðuna í skógræktinni, stígar lagaðir, nýjir göngustígar gerðir og stígar fylltir af kurli. Í gegnum skóginn rennur svo Leyningsá og við blasir Leyningsfoss, sem er vatnsmikill í ár. Á svæðinu við Leyningsá er tilvalið að setjast niður og fá sér nesti og njóta náttúrunnar.  Við einn af neðri stígunum má enn finna smá snjóskafl.

Skógræktin á Siglufirði er stofnuð árið 1940 og er því 74 ára í ár.

20140615_112519 (Medium) 20140615_113326 (Medium) 20140615_112926 (Medium) 20140615_113705 (Medium)