Of fáir sumarstarfsmenn verða í vinnuskóla Fjallabyggðar í sumar og ljóst að umhirðu grænna svæða verði ekki sinnt af þeim einum saman.

Fjallabyggð mun skoða hvort hægt sé að útvista umhirðu grænna svæða til að bregðast við ástandinu í sumar.

Þá er ætlunin að skoða kosti þess að kaupa slátturóbota og sjálfvirknivæða þannig umhirðu grænna svæða þar sem því verður við komið.

Ljóst er að næga aðra atvinnu virðist vera hafa fyrir þennan aldurshóp sem sækir um sumarvinnu í Fjallabyggð.