Talsverð fækkun varð á fjölda gistinátta á tjaldsvæðunum á Akureyri nú í sumar, en þeim fækkaði alls um tæplega 7.400 á milli ára. Gistinætur urðu samtals um 34.300 á móti um 41.700 á síðasta ár sem var met ár.
Fækkun var í öllum mánuðum sumarsins en mest í júní, þá fækkaði þeim um tæplega 4.800, í júlí nam fækkunin um 1.500 gistinóttum og í ágúst um 700. Gistinóttum Íslendinga fækkaði samtals um 10.500 en á móti kom fjölgun erlendra gesta um 3.100.
Þessa fækkun má trúlega rekja til kulda í byrjun sumars og einnig áhrif af háu eldsneytisverði.