Foreldrafélag Leikskála afhenti Leikskólanum á Siglufirði veglega gjöf að andvirði 210.000 kr. Um er að ræða trampólín, Magnatiles segulkubba sett, viðbætur við segulkubbasettin, segulkubba fyrir yngstu deildirnar, Knex kubbasett  og nokkur verkefni fyrir sérkennsluna.

Frá þessu var greint á vef Fjallabyggðar á samt myndum.