Í dag var fyrsti opnunardagurinn á árinu á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Í tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins kemur fram að á árinu 2014 hafi verið opið í 84 daga og gestir verið 10.500. Þetta er töluverð fækkun frá árinu 2013, en þá voru gestir 17.000 og opnunardagar 103. Veður var því óhagkvæmt á árinu sem var að líða fyrir skíðaunnendur á Siglufirði.

Skíðasvæðið á Siglufirði