Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt umsókn Hins Norðlenzka styrjufélags ehf. vegna borunar eftir vatni á lóð fyrirtækisins. Hið Norðlenzka styrjufélag hyggst bora holur til vatnsöflunar fyrir fiskeldi félagsins og munu sjálfir ábyrgjast framkvæmdina.
Fjallabyggð hefur skuldbindingar gagnvart Norðurorku, þ.e. sem snýr að heitu vatni yfir 60°C.
Hið Norðlenzka Styrjufjelag hefur starfsleyfi frá Umhverfisstofnun fyrir landeldi á styrju í eldisstöð félagsins að Pálsbergsgötu 1 í Ólafsfirði.
Hámark lífmassa á hverjum tíma má ekki fara yfir 20 tonn vegna matfiskeldis.