Hinn árlegi safnadagur er laugardaginn 4. maí. Frítt er inn á söfnin á Eyjafjarðarsvæðinu frá kl. 13-17. Íbúar í Fjallabyggð eru hvattir til að nýta sér tækifærið og heimsækja söfnin í heimabyggð eða annars staðar á svæðinu.
- Síldarminjasafnið á Siglufirði – Óskar Halldórsson – Íslandsbersi – frægasti síldarspekúlant landsins.
- Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði – Hjónin frá Kleifum og fleiri ástríðusafnarar.