Eins og greint  var frá hér í frétt þann 1. maí , þá verður Eyfirski safnadagurinn haldinn laugardaginn 5. maí. Opið verður víða á söfnum um allt Norðurland. Í Fjallabyggð verður opið á Síldarminjasafninu, Ljóðasetrinu og Þjóðlagasetrinu. Frítt er inn á söfnin. Sameiginleg síða fyrir söfnin er á www.sofn.is

  • Eyfirski safnadagurinn
  • laugardagurinn 5. Maí
  • Verið velkomin
  • Frítt á söfnin | Opin 13-17

 Dagskráin er eftirfarandi:

 

Síldarminjasafn Íslands

Gömlu síldarlögin; harmonikuleikur og söngur.

Ljóðasetur Íslands á Siglufirði

Ljóðaupplestur og trúbador tekur lagið.

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði

Kvæðamenn koma fram kl. 14, 15 og 16.

Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði

Byggðasafnið Hvoll á Dalvík

Kl. 14 Kristjana Arngrímsdóttir syngur nokkur

vísna- og þjóðlög.

Sigurhæðir

Kl. 15 verður fallað um Matthías og tónlistina í lífi hans.

Boðið upp á kaffi og kleinur.

 Hús Hákarla Jörundar í Hrísey

Þar óma íslensk og erlend sönglög, sungin af Hreini

Pálssyni frá Hrísey. Einnig verður opið í Holti.

Smámunasafnið, Sólgarði Eyja_arðarsveit

Reynir Schiöth spilar létt lög.

Gamli bærinn í Laufás

Kl. 14 Nemendur frá Tónlistarskóla Eyja_arðar spila

á fiðlur fyrir gesti.

Hljóðfærasýning og munnhörpuleikur.

Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi

Leikföng frá liðinni öld, þ.á.m. hljóðfæri.

Barnalög spiluð.

Nonnahús

Kl. 15 Farandleikarinn Karl Hallgrímsson spilar og syngur.

Kanntu að spila á púkaflautu?

Minjasafnið á Akureyri

Kl. 13:15 Helgi Þórsson segir frá langspilum og gefur

tóninn. Sýning á hljóðfærum og hljóðgjafagripum.

Kl. 14 Farandleikarinn Karl Hallgrímsson spilar og syngur

í Minjasafninu.

Davíðshús

Kl. 16 Farandleikarinn Karl Hallgrímsson spilar og syngur.

Hvað eru mörg hljóðfæri í húsinu? Lék Davíð á eitthvert

þeirra? Búðu til ljóð með orðum úr ljóðum Davíðs.

Amtsbókasafnið

Ókeypis útlán á allri tónlist, og dans- og söngvamyndum.

Tónlistarbókum stillt upp.

Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins verður kl. 11-16 þennan dag.

Útgerðarminjasafnið á Grenivík

Boðið upp á harðfisk og rifna hausa undir ómi sjómannalaga.

Friðland fuglanna, Húsabakka í Svarfaðardal

Sjónlistamiðstöðin á Akureyri

Flugsafn Íslands á Akureyri

Iðnaðarsafnið á Akureyri

 

  • Söngur
  • Hljóðfæraleikur
  • Vísnasöngur
  • Rímnakveðskapur
  • Ljóðasöngur
  • Gítarspil