Flugfélagsins Ernir hefur í hyggju að hætta flugi til og frá Sauðárkróki frá og með 1. janúar næst komandi. Í dag er flogið fimm sinnum í viku til og frá Sauðárkróki. Á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis á Sauðárkróki, staðfesti þetta í samtali við fréttavefinn Feyki í dag.
“Já, við munum að óbreyttu hætta flugi um áramótin. Ástæðan er einfaldlega sú að hið opinbera er hætt að styrkja flug á þessari leið og við sjáum okkur ekki fært að halda þessu úti miðað við þann fjölda sem notfærir sér þjónustu okkar,” segir Ásgeir. Hann bætti við að ef til þess komi að hið opinbera vilji endurskoða málið sé flugfélagið til í að endurskoða málið.
Heimildir: Tíminn.is