Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu norðan gagnamunan í Ólafsfjarðarmúla í gærkvöldi. Björgunarstarf gekk vel, en nokkurn viðbúnað þurfti til að koma manninum til hjálpar. Sigmenn sóttu manninn þar sem hann sat fastur á lítilli syllu. Hann var ómeiddur en nokkuð kaldur þegar björgunarsveitarmenn frá Dalvík loks náðu til hans. Sérhæfðir Fjallabjörgunarmenn frá Akureyri komu með aukinn búnað í þetta útkall. Ferðafélagi mannsins óskaði eftir aðstoð er ljóst var að hann væri í sjálfheldu.