Listamenn í Gamla skóla
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar veitti Akureyrarbær sex styrki til erlendra listamanna til dvalar í Gamla skóla í Hrísey í október og nóvember mánuði. Mikil eftirspurn var eftir styrkjunum og sóttu tæplega 100 manns um plássin sex.
Listamenn sem dveljast í Gamla skóla í október eru:
Chloe Feldman Emison frá Bandaríkjunum, Darr Tah Lei frá Portúgal og Romy Rakoczy frá Þýskalandi.
Helgina 26.-28. október verða svo sýningar þar sem sjá má afrakstur dvalarinnar.
Heimild: www.hrisey.net