Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu og einnig Ólafsfjarðarmúli.  Verið er að athuga ástand vega á Norðurlandi og hreinsa þá sem þarf. Hálka er víða á þeim vegum sem búið er að kanna. Öxnadalsheiði er opin en vegurinn einbreiður á köflum.

Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður vegna veðurs. Unnið er að því að opna heiðina en þar eru fastir flutningabílar og mikill snjór. Ólíklegt þykir að hægt verði að opna hana fyrir hádegi en stefnt er að því að opna hann síðar í dag. Margir vegir eru ófærir eða lokaðir eftir nóttina en víðast hvar er mokstur hafinn.