Siglfirðingar hafa verið óheppnir með veðrið upp í Skarðsdal í vetur, en ansi oft hefur ekki verið unnt að opna svæðið sökum veðurs. Í gær var stormur á svæðinu og mikil ísing á línum og lágu þær margar hverjar við jörðu. Berja hefur þurft ísingu af lyftubúnaði í vetur til að koma þeim í gang. Vonandi fer að koma betra veður fyrir skíðafólk í Fjallabyggð.

Bungulyfta_2.januar_allt_liggur_nidur_a_jordMynd frá skíðasvæðinu í Skarðsdal.

www.skardsdalur.is