Þrátt fyrir að október sé senn lokið þá hefur verið einmuna blíða í Fjallabyggð síðustu daga og um helgina voru haldin golfmót og fóru kylfingar hjá GKS og GFB beint á völlinn.
GFB var með tvö mót í Ólafsfirði í október, mótið Betri Bolti var haldið 8. október og um helgina fór fram Þriggja manna Texas scramble mót.
Þó fór einnig fram liðakeppni klúbbanna í Fjallabyggð í október. GFB vann fyrra mótið á heimavelli og GKS kylfingar unnu mótið á sínum heimavelli um helgina, en 30 kylfingar tók þátt í mótinu. Leiknar voru 9 holur. Þetta eru líklega með síðustu mótum ársins hjá kylfingum í Fjallabyggð.
Myndir með fréttinni eru teknar af Þórarni Hannessyni og Huldu Magnúsardóttur.