Enginn sótti um þegar Fjallabyggð auglýsti eftir umsjónaraðila fyrir hátíðina Trilludaga, sem haldin hefur verið á Siglufirði undanfarin ár. Umsjón mun því líklega halda áfram hjá Fjallabyggð eins og áður hefur verið gert.
Starf umsjónaraðila felst í að sjá um allan undirbúning hátíðarinnar, skipulagningu, samskipti og samninga við samstarfsaðila og utanumhald á hátíðinni sjálfri.
Trilludagar í Fjallabyggð verða haldnir 27. júlí 2024. Á Trilludögum gefst gestum tækifæri til að fara í útsýnissiglingu með trillusjómönnum og renna fyrir fiski. Aflinn er síðan grillaður og framreiddur fyrir gesti og gangandi. Afþreying fyrir börnin eru á svæðinu.