Engin tilboð bárust í verkefnið um byggingu nýs tjaldsvæðahús í Ólafsfirði. Fyrr í vor var samþykkt að halda lokað útboð þar sem fjórum fyrirtækjum yrði boðið að taka þátt í útboðinu, en þetta voru GJ smiðir ehf, Trésmíði ehf, L7 ehf og Byggingarfélagið Berg ehf. Ekkert þessara fyrirtækja gerði hinsvegar tilboð í verkið.

Fjallabyggð vill láta smíða aðstöðuhúsið sem fyrst og mun því þurfa bregðast hratt við þar sem það styttist í fyrstu tjaldgesti sumarsins.