Framkvæmdir við endurbyggingu þaksins á sundlauginni á Siglufirði eru byrjaðar og munu standa yfir fram á haust. Um mikið verk að ræða en byggja þarf upp gólf í sundlauginni undir þakinu til þess að iðnaðarmenn geti unnið við endurbætur á þaksperrum og klæðningu að innan og utan.

Sundhöllin verður lokuð á meðan viðgerð stendur yfir en líkamsræktin verður opin.

 

Meðfylgjandi mynd kemur frá vef Fjallabyggðar.