Leikvöllur við leikskólann á Kópaskeri, Krílakot, hefur nú verið endurnýjaður að miklum hluta. Unnið var við framkvæmdir í sumar og meðal þess sem gert var er að skipt var um girðingu, undirlag lagað, þökulagt að hluta og skipt var um leiktæki.  Heimamenn sáu alfarið um þessar framkvæmdir en leiktækin eru frá Barnasmiðjunni Krummagull.