Föstudagskvöldið 25. maí klukkan 20 verður haldið golfreglukvöld og almennur kynningarfundur í Golfskála Golfklúbbs Siglufjarðar að Hóli. Við sama tækifæri verður endurbættur golfskáli GKS að Hóli vígður. Endanleg dagskrá hefur ekki verið ákveðin en hún verður birt þegar nær dregur.

Félagsmenn og aðrir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta á þessa kynningu og undirbúa sig þannig fyrir sumarið. Nýliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta á kynninguna.

Drög að dagskrá.

  • Leikhraði, siðareglur, umgengni.
  • Hvernig getum við gert golfleikinn ánægjulegri fyrir alla?.
  • Uppbygging golfreglnanna og grundvallaratriði.
  • Helstu breytingar á golfreglunum 2012.
  • Nánari útlistun á reglum sem oft þarf að nota.
  •  Hólsvöllur og golfreglurnar.
  • Staðarreglur o.fl.
  • Kynning á nýjum forgjafareglun GSÍ/EGA.
  • Kynning á Holukeppni GKS.
  • Munur a reglum í holukeppni og höggleik (punktakeppni).
  • Útreikningar vegna sveitakeppninar og í Rauðkumótaröðinni.
  • Umræður.

Endilega komið með athugasemdir við dagskránna ef einhverjar eru. Einnig ef vilji er til að taka eitthvað sérstaklega fyrir.

Golfklúbbur Siglufjarðar