Á Norðurlandi og Vestfjörðum dregur úr éljum í kvöld og nótt. Eins lægir og kólnar. Áfram þó strekkingsvindur fram á nótt og þéttari él norðaustanlands, þ.e. austan Húsavíkur. Víða um landið norðanvert eru vegir er blautir eða jafnvel til staðar krapi eftir daginn. Því myndast varhugaverð ísing í kvöld á þessum vegum. Á hærri fjallvegum er frekar hægt að tala um snjóþekju.

Færð

Á Norðurlandi er hálka og éljagangur á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Snjóþekja og éljagangur er á Siglufjarðarvegi.

Á Norðausturlandi er hálka og éljagangur á Víkurskarði, Hófaskarði, Hálsum og til Raufarhafnar, Á Hellisheyði eystri er hálka. Þæfingur er á Hólssandi. Hálkublettir og éljagangur eru víða í Eyjarfirði.

Texti og mynd frá Vegagerðinni.