Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri er í rannsóknar- og námsleyfi 1. ágúst til 31. desember. Í fjarveru hans er Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor, starfandi rektor háskólans.

Elín Díanna fer því með öll dagleg málefni háskólans og ber fulla ábyrgð á starfsemi hans milli Háskólaráðsfunda. Síðastliðið ár hefur Elín Díanna leitt stefnumótun háskólans auk þess sem hún hefur mikla reynslu af stjórnun innan HA.