Rétt eftir hádegi í dag voru björgunarskip Landsbjargar á Siglufirði og á Skagaströnd kölluð út vegna elds um borði í togaranum Sóley Sigurjóns norður af Sauðanesi. Í skipinu voru 8 manns um borð en skjótt náðist að loka rýminu sem eldurinn kom upp í og setja af stað slökkvikerfi. Var þá Húnbjörgin frá Skagaströnd afturkölluð.

Eftir rúmlega klukkustundar siglingu kom Sigurvin frá Siglufirði á staðinn eða í sama mund og þyrla Landhelgisgæslu sem flutti reykkafara um borð. Þegar búið var að fullvissa sig um að eldur væri slökktur og reykræst hafði verið var Sigurvin snúið við til Siglufjarðar. Skipið sjálft er ógangfært og var dregið í höfn til Akureyrar.

Togarinn Sóley Sigurjóns er tæplega 800 tonn að stærð og um 45 metrar á lengd, var staddur um 25 sjómílur norðvestur úr Sauðanesi við rækjuveiðar.

TF-SIF þyrla gæslunnar var á Siglufjarðarflugvelli í dag í tengslum við málið. Á vef Landhelgisgæslunnar má lesa einnig nánar um málið.

Sigurvin
Sigurvin

21443315469_3ec00a31b9_z 21007455454_537e533dce_z