Töluverðar skemmdir urðu þegar að eldur kveiknaði í Íþróttamiðstöðinni að Hóli við knattspyrnuvöllinn á Siglufirði. Byggingin var mannlaus og líklegt að eldurinn hafi verið þar logandi í töluverða stund áður en hans var vart. Upptök eldsins voru í tengibyggingunni og breiddist þaðan yfir í vélageymslu.  Engin slys urðu á fólk en töluverðar eignaskemmdir urðu. Fjölmennt slökkvilið Fjallabyggðar var á vettvangi í dag.

10425622014_d460963f2b_c 10425645726_2e61451b99_c