Eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki í gærkvöldi. Upptökin má rekja til þurrkara, staðsettum á baðherbergi í einni íbúð hússins. Íbúi reyndi að slökkva eldinn með handslökkvitæki án árangurs áður en slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem hafði náð að breiðast út í baðherberginu. Reykræsta þurfti íbúðina og stigagang hússins.

Einnig má kom upp eldur í iðnaðarhúsi á Sauðárkróki í síðustu viku þar sem rekja má upptök eldsins til bilunar í gömlu loftljósi með þeim afleiðingum að það náði að kveikja eld í plasttunnum sem voru neðan við ljósið. Snarræði starfsmanns í húsinu kom í veg fyrir stjórtjón á húsinu, en hann náði að slökkva eldinn sjálfur. Slökkviliðið reykræsti svo húsið.

Óvenju mikill fjöldi verkefna hefur verið hjá slökkviliðinu í Skagafirði það sem af er ári, hvort sem er í sjúkraflutningum eða slökkviliðstengdum verkefnum.