Mbl.is greinir frá því að nú undir kvöld hafi borist tilkynning til Landhelgisgæslunnar frá sjómanni um að kviknað hefði í báti út af Siglufirði. Þyrla var kölluð út en hennar reyndist ekki þörf þegar upp var staðið.

Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar kom eldurinn upp í vélarrúmi í báti strandveiðisjómanns. Hann náði sjálfur að slökkva eldinn. Báturinn var dreginn í land í kjölfarið.

Heimild: mbl.is

Ljósmynd: Héðinsfjörður.is