Eining-Iðja og Nice Air hafa gert með sér samkomulag um tímabundin afsláttarkjör á gjafabréfum hjá Nice Air til félagsmanna Einingar-Iðju. Sala á gjafabréfum til félagsmanna er hafin og verða þau til að byrja með í sölu út árið 2022.

Gjafabréfin eru seld í gegnum orlofsvef Einingar-Iðju. Hver félagsmaður mun geta keypt eitt gjafabréf á ári og greiðir fyrir það kr. 22.000. Virði hvers gjafabréfs verður kr. 32.000 og er því afslátturinn kr. 10.000.

Hægt verður að nýta gjafabréfið til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Nice Air í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is

Heimild: ein.is.