Hraðbankinn á Hofsósi sem staðið hefur við Suðurgötu í mörg ár hefur verið lokaður núna í 10 daga þar sem nýjir eigendur hússins kæra sig ekki um að hafa hraðbankann í húsnæðinu.  Ekki er búið að finna hraðbankanum nýjan stað á Hofsósi en ekki er um marga kosti að velja þar á bæ. Líklegasta niðurstaðan yrði að hann færi í nýtt húsnæði KS á Hofsósi ef samningar um það nást. Næstu hraðbankar eru í talsverði fjarlægð, eða á Siglufirði, Hólum í Hjaltadal og svo Sauðárkróki.