Núna um helgina mun Einar Mikael töframaður heimsækja Norðurland með eina mögnuðustu töfrasýningu sem farið hefur um Ísland.

Sýningin er stútfull af áhrifamiklum töfrabrögðum og miklum húmor.  Sýningin er um 70. mínútur og er fjölskylduvæn töfrasýning sem hefur að geyma allt það besta sem töframaðurinn Einar Mikael er búinn að vera að vinna að síðastliðin 3 ár. Einar notar lifandi dýr í atriðunum sínum, lætur hluti svífa og breytir áhorfenda tímabundið í töframann. Einar er einn allra færasti töframaður okkar íslendinga um þessar mundir og er sýningin hans einstök og inniheldur nokkur atriði sem eru á heimsmælikvarða.

Eftir sýninguna gefst gestum færi á að hitta töframanninn og taka myndir með honum. Einnig er hægt að kaupa töfradót Einars Mikaels eftir sýninguna.

Sýningar verða á Blönduósi laugardaginn 12. nóvember og á Hvammstanga sunnudaginn 13. nóvember og hefjast þær báðar klukkan 15:00.  Nánari upplýsingar á www.tofrabrogd.is