Aðeins barst eitt tilboð í verkið í viðbyggingu við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði, en tvo útboð hafa þegar verið haldin. Tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun eða 55% yfir og var því hafnað. Ekki kom fram í fundargerð hvaðan tilboðið kom líkt og venja er við opnun tilboða.

Helgi Jóhannsson í H-listanum í Fjallabyggð sagði þetta veruleg vonbrigði að ekki hafi fengist ásættanleg tilboð í tveimur tilraunum útboðs. Hann lagði jafntframt til að verkið yrði boðið út í smærri verkþáttum. Þá vildi hann láta kanna hvort væri hægt að nota annað byggingarefni t.d. límtgréseiningar, en þá væri hægt að reisa bygginguna á hvaða tíma ársins.

Helgi hugsar í lausnum og vill klára þetta mál eins og fleiri nefndarmenn byggðarráðs Fjallabyggðar.