Ein með öllu verður haldin um Verslunarmannahelgina á Akureyri dagana 28. júlí – 1. ágúst 2011.
Hátíðin í ár verður mjúk og elskuleg eins og undanfarin ár. Áherslu er lögð á að bæði bæjarbúar og gestir njóti lífsins og upplifi sanna Akureyrarstemmningu.
Í ár hefst hátíðin á trúbadorakvöldi á fimmtudagskvöldi. Á föstudeginum verða óskalagatónleikarnir að vanda, á laugardeginum verða mömmur og möffins í Lystigarðinum og við endum á sparitónleikum á sunnudagskvöld. Dagskráin verður ævintýralega fjölbreytt og skemmtileg; flottar hljómsveitir og fullt af skemmtiatriðum og kærleiksríku fólki.
Það eru Vinir Akureyrar sem standa að Einni með öllu í samvinnu við Akureyrarstofu. Vinir Akureyrar er félag hagsmunaaðila í verslun og þjónustu og stærsti hluti kostnaðar er greiddur af fyrirtækjum í bænum, smáum og stórum sem vilja leggja sitt að mörkum til að búa til skemmtilega stemmingu í bænum. Alls eru það á annað hundrað fyrirtækja sem leggja í púkk og eru þannig beinir þátttakendur og stuðningsaðilar.
Dagskrá fyrir fimmtudaginn er hér að neðan en fyrir alla helgina hér.
Miðbærinn: N4 trúbadúraveisla. Ingó, Hvanndals, Mammúng o.fl. Útisvið við grasbrekkuna í Skátagili.
Græni hatturinn :Hvanndalsbræður mála Græna hattinn rauðan.
Kaffi Akureyri:Gítarpartý með Ingó veðurguð.
Kaffi Költ: Beggi Dan úr Shadow Parade og Konni úr Tender Foot verða með trúbardorastemmingu.