Frístundanefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að vísa því til bæjarráðs, að kanna hagkvæmni þess að leysa til sín eign Aladíns ehf kt:650892-2409), Ægisgötu 15, Ólafsfirði, með því að yfirtaka skuld félagsins.

Árið 2008 hafði félagið reynt að selja Fjallabyggð neðri hæð félagshússins að Ægisgötu 15, Ólafsfirði. Þá leitaði Bæjarráð Fjallabyggðar leiða til að styrkja rekstur félagsins.