EFLING FERÐAÞJÓNUSTU Á NORÐUR- OG AUSTURLANDI

 Sólarhringstilboð milli Akureyrar og Kaupmannahafnar – aðrir áfangastaðir í Evrópu til skoðunar í haust og vetur

 Iceland Express mun fljúga vikulega milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í júlí og fram í ágúst. Fyrsta flugið verður frá Akureyri síðdegis mánuaginn 2. júlí. Ef vel gengur með þessa þjónustu í samvinnu við ferðaþjónustuaðila, sveitarfélög á Norðurlandi og fleiri er Iceland Express með í skoðun að fljúga frá Akureyri til annarra áfangastaða í Evrópu í haust og vetur. Er þá helst horft til Lundúna.

Samningur hefur verið gerður milli Iceland Express annars vegar og Flugklasa Norðurlands Air 66N og ISAVIA hins vegar um að styrkja millilandaflug frá Akureyri. En að Flugklasa standa aðilar í ferðaþjónustu, sveitarfélög og fyrirtæki á Norðurlandi. Sameiginlega og hver um sig munu þessir aðilar kynna Norðurland sem ferðamannasvæði og þá þjónustu sem fyrirtæki þar hafa upp á að bjóða sem og þjónustu Iceland Express.

Af þessu tilefni býður Iceland Express upp á sólarhrings tilboð sem hefst kl. 12 á hádegi föstudaginn 9. mars og lýkur á hádegi á laugardag. Tiltekinn sætafjöldi býðst á 39.800 samanlagt með sköttum og gjöldum fram og til baka milli Akureyrar og Kaupmannahafnar

*. Flogið verður frá Kaupmannahöfn til Akureyrar á mánudögum kl. 13:10 og lent á Akureyri kl. 16:20 og þaðan flogið aftur til Kaupmannahafnar kl. 17:20 þar sem lent er kl. 20:20 að staðartíma.

*Takmarkað sætaframboð, valdar dagsetningar og valin flug í tilboðinu.

 

Þegar flugtímabilinu milli Akureyrar og Kaupmannahafnar lýkur verður boðið upp á beint flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar í þrjár vikur. Fyrsta flugið frá Egilsstöðum verður mánudaginn 13. ágúst og eru brottfarartímar þeir sömu og í fluginu milli Kaupmannahafnar og Akureyrar.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi S: 862 2868 heimirp@icelandexpress.is