Á morgun, fimmtudaginn 18. maí verða Edda og Ástarpungarnir með tónleika í Bátahúsi Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði.
Sungin verða popp- og dægurlög í bland við rokklög og blús.  Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir byrja kl. 20:00.
Ókeypis er aðgangur, en tekið er við frjálsum framlögum.
Myndlýsing ekki til staðar.