Flugfélagið easyJet var að hefja aftur millilandaflug til Akureyrarflugvallar í dag frá London Gatwick flugvellinum í Bretlandi. Komur flugfélagsins til Akureyar verða á þriðjudögum og laugardögum í vetur. EasyJet mun svo hefja áætlun frá borginni Manchester í næstu viku til Akureyrar.

Það er því um að gera að kanna miðaverðið hjá easyJet og nota þessa þjónustu og sleppa við ferðalagið til Keflavíkur og gistingu.