Nú hefur dýragarðurinn og sveitabúðin á Brúnastöðum í Fljótum opnað fyrir sumarið. Opið verður daglega frá 13:00 – 17:00 í sumar.
Hægt er að fá ís úr vél og ískalt hvítvín og bjór á staðnum.
Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður með öllum helstu íslensku húsdýrunum þ.e. geitum, grísum, kanínum, hænum, kalkúnum, lömbum og hestum.
Einnig er hægt að kaupa gistingu í sumarhúsi á Brúnastöðum.
Myndlýsing ekki til staðar.