Þegar dýpkað var við Bæjarbryggju á Siglufirði árið 2016 urðu nokkrir toppar eftir og var því ekki hægt að gefa út dýptarkort í 9 metra heldur aðeins 8,5. Þetta hefur haft þau áhrif að nokkur skemmtiferðaskip hafa ekki viljað leggja að bryggjunni.  Fjallabyggð stendur nú til boða að fá Jan De Nuul sem sá um dýpkunina síðast til þess að koma og fjarlægja þessa toppa og fá í framhaldi útgefið dýptarkort niður á 9 metra. Kostnaðarskipting vegna dýpkunarframkvæmda verður skipt þannig:  60% Vegagerðin og 40% Fjallabyggðarhafnir.  Frá þessu var greint á fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar í vikunni.