Veðurstofa Íslands hefur unnið drög að hættumati fyrir skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og tillögu að hættumatskorti.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að drögin ásamt hættumatskorti verði auglýst samhliða deiliskipulagi fyrir Hóls- og Skarðsdal.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur þá samþykkt að setja hættumat fyrir skíðasvæði í Skarðsdal í auglýsingu.