Mikil vinna hefur verið undanfarnar vikur á tjaldsvæðinu á Siglufirði við Rauðkutorgið. Loksins hefur verið lagt dren undir svæðið en oft hafa myndast pollar í miklum rigningum yfir sumarið. Stórar vinnuvélar vinna nú að frágangi á svæðinu fyrir sumarið. Eftir á að þökuleggja svæðið þar sem við á og klára lokafrágang fyrir fyrstu gesti sumarsins.
Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn er annað tjaldsvæði sem er mjög gott fyrir þá sem vilja meiri ró og frið.
Tjaldvörðurinn Guðmundur Ingi Bjarnason tók þessar myndir af tjaldsvæðinu á Siglufirði í vikunni og eins og sjá má eru þetta miklar framkvæmdir í gangi.
Fullorðnir greiða 1500 kr fyrir nóttina á tjaldsvæðum Fjallabyggðar í sumar og er frítt fyrir 16 ára og yngri. Aðgangur er að þvottavél, þurrkara og rafmagni og er notkun samkvæmt gjaldskrá.
Velkomin til Fjallabyggðar í sumar.