Drangey SK-2, nýi togari Fisk Seafood fór í sinn fyrsta prufutúr í gær með áhöfninni ásamt starfsmönnum Skagans 3X, en búnaður skipsins var prófaður í þessari ferð. Skipið var vígt þann 19. ágúst síðastliðið sumar eftir langa siglingu frá Tyrklandi. Hægt er að skoða myndir frá skipinu á heimasíðu skipaframleiðanda.