Fotbolti.net greindi frá því rétt í þessu að Dragan Stojanovic hafi verið ráðinn þjálfari karlaliðs Völsungs en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í kvöld.

Dragan sem síðast þjálfaði kvennalið Þórs/KA tekur við liðinu af Jóhanni Kristni Gunnarssyni sem stýrt hefur Völsungi undanfarin þrjú ár.

Dragan stýrði Þór/KA í fjögur ár en hann hafði áður þjálfað karlalið Þórs sem og Fjarðabyggð. Þá spilaði hann einnig með Þór og Fjarðabyggð á sínum tíma.

Fótbolti.net greinir frá.