Í liðinni viku heimsótti Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, lögreglustöðina á Sauðárkróki í Skagafirði og þáði kaffiveitingar.
Á óformlegum fundi með ráðherra gafst starfsmönnum embættisins tækifæri til að ræða um ýmis löggæslumálefni, og þær áskoranir sem lögreglan stendur frammi fyrir.