Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hjá Fjallabyggð hefur sagt upp störfum og verður hennar síðasti starfsdagur 30.apríl næstkomandi. Ríkey var áður aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Hún var ein fimm umsækjanda um deildarstjórastarfið árið 2017, og var sú eina sem uppfyllti ráðningarskilyrði. Hún hefur einnig verið í stjórn styrktarsjóðs Tónlistarskólans á Tröllaskaga og í skólanefnd.
Fjallabyggð hefur þegar þakkað Ríkeyju fyrir árangursríkt starf á vettvangi sveitarfélagsins.